Betri háskóli

betra samfélag

STEFNA 2021-2026

Lesa

Framtíðarsýn HÍ26

Betri háskóli - betra samfélag

Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim.

Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið.

Leiðarljós HÍ26

Gæði

Við tryggjum gæði á öllum sviðum starfsins til að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni í kennslu og rannsóknum.

Traust

Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn.

Snerpa

Við ryðjum hindrunum í samstarfi úr vegi og tökum frumkvæði til að mæta breytingum og áskorunum innan skólans og í samfélaginu.

Horfum til framtíðar

Brýnar áskoranir samtímans og framtíðar kalla á lausnir sem byggjast á framsækinni sýn, þekkingu og þverfræðilegri nálgun og samstarfi. Þróun háskóla á næstu árum mun skipta sköpum fyrir viðureign samfélaga við þau flóknu viðfangsefni sem heimurinn stendur frammi fyrir. Því hefur aldrei verið brýnna að háskólar hafi skýra sýn á þróun eigin starfs. Háskólar eru vettvangur frjálsrar þekkingarleitar, skapandi hugsunar, nýsköpunar og menntunar nýrra kynslóða. Þeir þurfa að ryðja brautina með nýrri þekkingu og hafa kjark til að breytast í ljósi nýrra viðfangsefna.

Nú eru 110 ár frá því Háskóli Íslands var stofnaður en hann hefur æ síðan verið burðarás í íslensku samfélagi. Árið 1911 voru 11 kennarar og 45 nemendur við skólann. Síðan þá hefur Háskóli Íslands brautskráð um 55 þúsund nemendur sem hafa látið að sér kveða á öllum sviðum samfélags og atvinnulífs. Nú eru nemendur frá tæplega eitt hundrað þjóðlöndum við skólann og alls stunda rúmlega 16 þúsund nemendur nám á grunn-, meistara- og doktorsstigi. Með undirstöðu í námi og rannsóknum frá skólanum munu þau móta framtíðina.

Allt starf skólans byggist á grunngildum hans um akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennsku

Háskóli Íslands hefur skapað sér traust og virðingu á alþjóðlegum vettvangi sem alhliða og öflugur rannsóknaháskóli og standa fræðimenn við skólann í fremstu röð samkvæmt alþjóðlegu mati á háskólum. Skólinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki í lýðræðislegri og upplýstri samfélagsumræðu á Íslandi. Þekkingarsköpun við skólann styður samfélagið við að takast á við margvíslegar áskoranir, allt frá umhverfisbreytingum, náttúruvá og örum tæknibreytingum til margvíslegrar ógnar við heilsu og velferð fólks.

HÍ26 – Stefna Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2021-2026 endurspeglar hlutverk og sýn skólans og lýsir forgangsröðun verkefna sem munu móta allar hliðar starfsins næstu árin. Háskóli Íslands byggir á traustum stoðum og sækir jafnframt fram sem háskóli með öfluga þverfræðilega starfsemi sem styður við fjölbreytt samfélag starfsfólks og nemenda. Við tökum stór skref í að opna Háskólann enn frekar, kappkostum að hann eigi í frjóu samstarfi við háskóla um allan heim og starfi jafnframt náið með atvinnulífi og samfélagi. Í HÍ26 er lögð áhersla á að starf skólans stuðli að sjálfbærni og farsælli þróun samfélagsins á Íslandi og um heim allan.

Jón Atli Benediktsson, rektor

HÍ26

  • Árið 2026 verður Háskóli Íslands í nánu alþjóðlegu samstarfi, skólinn verður farvegur samfélagslegrar nýsköpunar og býr nemendur undir að takast á við verkefni margbreytilegs samfélags og áskoranir framtíðar
  • Árið 2026 mun heildstæð sjálfbærnihugsun ríkja í starfi Háskóla Íslands, sem býr yfir fjölbreyttu samfélagi nemenda og starfsfólks. Skólinn mun leiða upplýsta umræðu og verður aflvaki í jákvæðri þróun samfélagsins
  • Árið 2026 verður Háskóli Íslands alþjóðlega öflugur rannsóknaháskóli. Sífelld þróun starfseminnar færir skólanum sérstöðu varðandi gæði kennslu og rannsókna sem tryggir honum óskorað traust
  • Árið 2026 styðja rannsóknainnviðir, aðstaða og tækjakostur við markmið skólans. Velferð nemenda og starfsfólks er höfð að leiðarljósi sem gerir skólann aðlaðandi og samkeppnisfæran
Lesa meira
Loka
Jón Atli Benediktsson, rektor

Öflug þátttaka
háskólasamfélagsins er forsenda þess að Ísland geti lagt lóð á vogarskálar heimsmarkmiðanna

HÍ og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Öflug þátttaka háskólasamfélagsins er forsenda þess að Ísland geti lagt lóð á vogarskálar heimsmarkmiðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun taka til helstu áskorana sem mannkyn stendur frammi fyrir og munu skipta sköpum fyrir lífsskilyrði okkar á jörðinni í framtíðinni. Háskólar eru þekkingarveitur sem gegna lykilhlutverki í leitinni að svörum við þessum áskorunum.

HÍ26 hefur sterka skírskotun til heimsmarkmiðanna. Sjálfbærni og fjölbreytileiki er ein af fjórum megináherslum stefnunnar sem felur í sér að sjálfbærni er lögð til grundvallar í allri starfsemi skólans. Tvö markmið vega hér þyngst. Annars vegar að Háskóli Íslands verði leiðandi á sviði sjálfbærni í krafti kennslu, rannsókna og þekkingarsköpunar og hins vegar að hann taki forystu um sjálfbæra starfsemi og kolefnishlutleysi. Þekkingarsköpun, rannsóknir og kennsla við skólann hafa víðtæk áhrif og nýtast til að styðja við jafnrétti, lýðheilsu, glímuna við loftslagsvá, farsæla samfélagsþróun, sjálfbæran efnahagslegan stöðugleika og nýsköpun á öllum sviðum samfélags og atvinnulífs. Með þessu leggur háskólasamfélagið dýrmætt lóð á vogarskálar heimsmarkmiðanna. Háskóli Íslands, í samstarfi við erlenda samstarfsskóla, hefur nýverið ráðist í að kortleggja nánar framlag rannsókna og kennslu til heimsmarkmiðanna. Niðurstöðurnar verða birtar í sérstökum mælaborðum sem gefa skýra og yfirgripsmikla mynd af framlagi Háskóla Íslands til brýnna úrlausnarefna og sem verða notuð til að styðja við áframhaldandi þróun starfseminnar í þágu heimsmarkmiðanna.

Alþjóðlegir matslistar um gæði háskóla taka í auknum mæli til samfélagslegra áhrifa þeirra. Árið 2021 var Háskóli Íslands þriðja árið í röð á lista tímaritsins Times Higher Education yfir þá háskóla í heiminum sem hafa mest samfélagsleg og efnahagsleg áhrif m.t.t. heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Listinn nefnist University Impact Rankings og byggist á mati á því hvernig háskólar uppfylla mælikvarða sem snerta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif auk framlags til heimsmarkmiðanna.

Í nýrri stefnu Háskóla Íslands eru sett fram metnaðarfull markmið sem varða þróun kennslu, rannsókna, nýsköpun og aðra starfsemi. Stefnan gerir skólanum kleift að rækja forystuhlutverk sitt varðandi sjálfbæra þróun í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við fjölmiðla, samfélag, atvinnulíf og stjórnvöld, íslensku samfélagi og heiminum öllum til hagsbóta.

Lesa meira
Loka

Áherslur í starfi skólans 2021-2026

Við eigum samstarf þvert á einingar skólans og í frjóu samtali og samstarfi við samfélag, atvinnulíf og háskóla um heim allan
Með áherslu á gæði og stöðugar umbætur í öllu okkar starfi rækjum við af ábyrgð hlutverk okkar sem drifkraftur framfara
Við erum fjölbreyttur hópur starfsfólks og nemenda sem leggur áherslu á að nám og rannsóknir mæti þörfum íslensks samfélags og atvinnulífs og stuðli að sjálfbærum heimi
Við byggjum upp trausta innviði sem styðja við alla starfsemi skólans og gera nemendum og starfsfólki kleift að blómstra

Opinn og alþjóðlegur

1

MARKMIÐ

  • Þverfaglegt starf
  • Alþjóðatengsl
  • Nýsköpun og framfarir
  • Starfshæfni nemenda

Hlutverk Háskóla Íslands er að skapa umhverfi þar sem þekkingarsköpun nemenda og starfsfólks blómstrar. Í því felst m.a. náið samstarf við nær- og alþjóðasamfélag á sama tíma og Háskólinn skapar skjól, stuðning og svigrúm fyrir nýjar hugmyndir og hagnýtingu þeirra. Háskólinn tekur markviss skref til að styðja í hvívetna við þverfræðilega samvinnu, aukið alþjóðasamstarf í kennslu og námi og öflugt umhverfi nýsköpunar. Nám við skólann býr nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu og síbreytilegu atvinnulífi.

Þær samfélagslegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða ekki leystar innan einstakra fræðigreina eða starfseininga. Því er lykilatriði fyrir öflugan háskóla að nemendur og starfsfólk geti stundað nám, rannsóknir og önnur störf í góðu samstarfi, óháð deildum og sviðum. Innri kerfi skólans þurfa að styðja við þverfræðilegar námsleiðir og rannsóknir og ryðja þarf úr vegi rekstrarlegum og skipulagslegum hindrunum slíks samstarfs.

Samstarf við aðila utan skólans er ekki síður mikilvægt. Þekkingarsköpun verður sífellt alþjóðlegri og mikilvæg rannsóknaverkefni eru umfangsmeiri en svo að þeim verði sinnt án umfangsmikillar samvinnu. Háskóli Íslands er nú þegar í öflugu samstarfi við fjölmarga erlenda háskóla, m.a. á vettvangi Aurora-háskólanetsins sem verður eflt á tímabilinu. Stuðningur verður aukinn við alþjóðlegt rannsóknasamstarf auk þess sem tækifæri til skiptináms verða aukin og námsleiðum í samstarfi við erlenda háskóla fjölgað.

Háskólinn skapar umhverfi í krafti öflugs samstarfs og opinna samskipta þar sem grunnrannsóknir og hagnýting þeirra eru hluti af heildarumhverfi nýsköpunar. Áhersla verður lögð á að glæða umhverfi nýsköpunar, ekki síst samfélagslegrar nýsköpunar sem tekur á mikilvægustu áskorunum samtímans. Nýsköpunarumhverfið byggir á traustum grunni rannsókna og kennslu innan skólans en ekki síður á góðri samvinnu, m.a. við Vísindagarða skólans, en einnig fjölmarga samstarfsaðila. Það er mikilvægur þáttur í að efla enn frekar starfshæfni nemenda og undirbúa þá undir ný og fjölbreytt störf í kvikum og tæknivæddum heimi.


Lesa meira
Loka
SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

ÞVERFAGLEGT STARF

Umgjörð starfsins styðji í hvívetna við þverfaglegt samstarf í kennslu, rannsóknum og öllu starfi skólans

ALÞJÓÐATENGSL

Sameiginlegum námsleiðum með erlendum háskólum verði fjölgað, tækifæri til skiptináms aukin og stutt við alþjóðlegt rannsóknasamstarf

NÝSKÖPUN OG FRAMFARIR

Umhverfi nýsköpunar nemenda og rannsakenda verði eflt í samstarfi við Vísindagarða, atvinnulíf og samfélag. Stuðlað verði að eflingu íslenskunnar í heimi breytinga

STARFSHÆFNI NEMENDA

Aðgengi að símenntun verði eflt og áhersla lögð á hæfni nemenda til að takast á við fjölbreytt störf og áskoranir í kvikum og tæknivæddum heimi

SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

ÞVERFAGLEGT STARF

Umgjörð starfsins styðji í hvívetna við þverfaglegt samstarf í kennslu, rannsóknum og öllu starfi skólans

ALÞJÓÐATENGSL

Sameiginlegum námsleiðum með erlendum háskólum verði fjölgað, tækifæri til skiptináms aukin og stutt við alþjóðlegt rannsóknasamstarf

NÝSKÖPUN OG FRAMFARIR

Umhverfi nýsköpunar nemenda og rannsakenda verði eflt í samstarfi við Vísindagarða, atvinnulíf og samfélag. Stuðlað verði að eflingu íslenskunnar í heimi breytinga

STARFSHÆFNI NEMENDA

Aðgengi að símenntun verði eflt og áhersla lögð á hæfni nemenda til að takast á við fjölbreytt störf og áskoranir í kvikum og tæknivæddum heimi

Sjálfbærni og fjölbreytileiki

2

MARKMIÐ

  • Þekking í þágu sjálfbærs samfélags
  • Sjálfbær starfsemi
  • Fjölbreytt háskólasamfélag
  • Samstarf við samfélagið

Heimurinn stendur frammi fyrir flóknum áskorunum. Rannsóknir, sérfræðiþekking, kennsla og miðlun háskóla gegna lykilhlutverki í að stuðla að lýðheilsu og velferð, heilbrigðum hagkerfum og sjálfbærum og réttlátum samfélögum. Háskóli Íslands tekur markviss skref í átt að sjálfbærum heimi í krafti rannsókna og kennslu og í eigin starfsemi. Hann berst gegn áhrifum falsfrétta og leggur fram rannsóknir, gögn og sérfræðiþekkingu til að styðja opinbera stefnumörkun og stuðla að lýðræðislegri umræðu.

Sjálfbærni er stærsta áskorunin sem mannkyn stendur frammi fyrir. Starf Háskólans þarf að leggja með afgerandi hætti til lausna sem stuðla að sjálfbærum heimi. Eitt mikilvægasta framlag skólans er að tryggja að námið geri nemendum kleift að takast á við samfélagslegar áskoranir og að rannsóknir auki skilning og skapi lausnir á sviði sjálfbærni. Á sama tíma mun skólinn axla ábyrgð og taka markviss og afgerandi skref sem stuðla að bættu vinnuumhverfi og starfsháttum sem gera skólann að sjálfbærri stofnun.

Áhersla er lögð á að rannsakendur fái hvatningu, ráðrúm og hafi getu til að taka þátt í opinberri umræðu sem byggist á vísindalegri og gagnrýninni hugsun, niðurstöðum rannsókna og sérfræðiþekkingu. Mótaðir verða fjölbreyttir farvegir og tæknilausnir nýttar til að efla samtal og samstarf rannsakenda við ólíka samfélagshópa, atvinnulíf, stofnanir og stjórnvöld. Sérstök rækt verður lögð við að auka sýnileika vísindafólks og rannsókna við skólann í alþjóðlegu samhengi.

Fjölbreytileiki og jafnrétti eru hornsteinar sjálfbærs samfélags. Háskólinn þarf að endurspegla og nýta þau verðmæti sem felast í ólíkum sjónarmiðum og reynslu. Fjölbreyttar raddir nemenda og starfsfólks stuðla að réttlátu samfélagi og treysta gæði þekkingarsköpunar. Vellíðan á að vera kjölfestan í Háskóla Íslands. Móttaka nýliða, gott starfsumhverfi og skýr upplýsingagjöf mun styðja betur við þann fjölbreytileika sem býr í mannauði skólans.

Lesa meira
Loka
SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

ÞEKKING Í ÞÁGU SJÁLFBÆRS SAMFÉLAGS

Háskólinn verði leiðandi á sviði sjálfbærni í krafti kennslu, rannsókna og þekkingarsköpunar

SJÁLFBÆR STARFSEMI

Skólinn verði í forystu í sjálfbærri starfsemi og setji sér mælanleg markmið á sviði kolefnishlutleysis á stefnutímabilinu sem byggi á markmiðum Íslands í þeim málaflokki

FJÖLBREYTT HÁSKÓLASAMFÉLAG

Háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggi jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks. Stutt verði sérstaklega við nemendur af erlendum uppruna og áhersla lögð á fjölbreytileika nemendahópsins

SAMSTARF VIÐ SAMFÉLAGIÐ

Kortlagning á hagsmunaaðilum og áætlun og aukinn stuðningur við miðlun og samstarf, með áherslu á milliliðalaust samtal rannsakenda og samfélags til að bregðast við falsfréttum, auka traust á vísindum og undirbyggja opinbera stefnumótun

SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

ÞEKKING Í ÞÁGU SJÁLFBÆRS SAMFÉLAGS

Háskólinn verði leiðandi á sviði sjálfbærni í krafti kennslu, rannsókna og þekkingarsköpunar

SJÁLFBÆR STARFSEMI

Skólinn verði í forystu í sjálfbærri starfsemi og setji sér mælanleg markmið á sviði kolefnishlutleysis á stefnutímabilinu sem byggi á markmiðum Íslands í þeim málaflokki

FJÖLBREYTT HÁSKÓLASAMFÉLAG

Háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggi jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks. Stutt verði sérstaklega við nemendur af erlendum uppruna og áhersla lögð á fjölbreytileika nemendahópsins

SAMSTARF VIÐ SAMFÉLAGIÐ

Kortlagning á hagsmunaaðilum og áætlun og aukinn stuðningur við miðlun og samstarf, með áherslu á milliliðalaust samtal rannsakenda og samfélags til að bregðast við falsfréttum, auka traust á vísindum og undirbyggja opinbera stefnumótun

Afl á grunni gæða

3

MARKMIÐ

  • Notendamiðuð þjónusta
  • Gæði náms í fyrirrúmi
  • Vandað framhaldsnám
  • Framúrskarandi vísindi

Rannsóknir og kennsla eru kjarninn í starfi Háskóla Íslands og sameiginlegt verkefni rannsakenda, kennara, stjórnsýslu og nemenda. Allt starf skólans er háð því að gæði rannsókna og kennslu séu tryggð og að starfið sé í sífelldri þróun í takt við þarfir nemenda og starfsfólks og þróun samfélagsins. Uppbygging námssamfélags og stafrænnar kennslu sem byggist á framsækinni kennslufræðilegri sýn stuðlar að öflugum háskóla. Aukinn stuðningur við rannsakendur, vandað framhaldsnám, skarpari umgjörð stjórnunar, auk stafrænnar umbyltingar stjórnsýslu og þjónustu styrkir Háskólann í alþjóðlegri samkeppni.

Við þróun þjónustu við starfsfólk og nemendur verður byggt á notendamiðaðri hönnun. Hún skilar sér í betri og skilvirkari þjónustu og aukinni starfs- og námsánægju notenda. Sérstök áhersla verður lögð á að nýta upplýsingatækni til að bæta þjónustu með sjálfvirkum ferlum en þegar hennar nýtur ekki við taki við persónuleg hágæðaþjónusta.

Sífelld þróun kennsluhátta og námsframboðs er grunnurinn að gæðum námsins og að prófgráður standist alþjóðlegan samanburð. Stafræn tækni býður upp á mikil tækifæri til að efla kennsluhætti, auka samskipti og mæta ólíkum þörfum nemenda, m.a. vegna búsetu og fötlunar. Breytingar sem urðu á kennslu í kjölfar kórónuveirufaraldursins gerðu slík tækifæri augljós. Við áframhaldandi upplýsingatæknivæðingu náms er lögð áhersla á heildstæða nálgun. Traust kennslufræði er lögð til grundvallar við hönnun námskeiða til að auðvelda kennurum að miðla þekkingu, tryggja virkni nemenda, styrkja námssamfélag nemenda og kennara og efla endurgjöf og fjölbreytni í námsmati.

Staðnám við Háskóla Íslands er öflugt og viðamikið framboð er á námskeiðum í fjarnámi. Fjarnám verður eflt sérstaklega og gæðaviðmið fyrir það verða skilgreind. Styðja á sérstaklega við deildir við þróun námsleiða í fjarnámi og gera framboð slíks náms sýnilegra. Mikilvægt er jafnframt að þróa markvisst þær fjölbreyttu leiðir sem eru til náms við skólann, svo sem til sí- og endurmenntunar og opið netnám, og gera þær sýnilegri.

Til þess að stunda hágæðarannsóknir þarf fjölbreyttan mannauð og trausta umgjörð rannsóknastarfs. Laða þarf að skólanum öfluga rannsakendur með alþjóðlega reynslu. Skapa þarf umhverfi sem er forsenda þess að kröftugur hópur framhaldsnema blómstri. Meistaranám við skólann er ólíkt eftir fræðasviðum og mikilvægt er að þróa slíkt nám áfram byggt á kortlagningu á stöðu þess. Loks þarf að hlúa vel að sérhverjum doktorsnema, stuðla að því að fjármagn fyrir doktorsnám sé fyrir hendi við inntöku nema, styðja við trausta umsýslu með náminu og hvetja doktorsnema til alþjóðlegs samstarfs.

Lesa meira
Loka
SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

NOTENDAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA

Notendamiðuð þjónusta sem byggir á þörfum nemenda, starfsfólks og stjórnenda verði í forgrunni í starfsemi skólans með stafrænni umbreytingu

GÆÐI NÁMS Í FYRIRRÚMI

Kennsluhættir og námsframboð verði í sífelldri þróun og burðarstólpi í gæðastarfi skólans með námsánægju og gæði að leiðarljósi. Áhersla verði á þróun stafrænna kennsluhátta, fjarnáms og opinna netnámskeiða

VANDAÐ FRAMHALDSNÁM

Áhersla verði lögð á að styrkja umgjörð og fjármögnun doktorsnáms og að námsframboð á meistarastigi verði eflt

FRAMÚRSKARANDI VÍSINDI

Stuðningur við rannsakendur verði efldur með bættu aðgengi að styrkjum og rannsókna­innviðum, sem og opnum og betri aðgangi að rannsóknagögnum og niðurstöðum

SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

NOTENDAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA

Notendamiðuð þjónusta sem byggir á þörfum nemenda, starfsfólks og stjórnenda verði í forgrunni í starfsemi skólans með stafrænni umbreytingu

GÆÐI NÁMS Í FYRIRRÚMI

Kennsluhættir og námsframboð verði í sífelldri þróun og burðarstólpi í gæðastarfi skólans með námsánægju og gæði að leiðarljósi. Áhersla verði á þróun stafrænna kennsluhátta, fjarnáms og opinna netnámskeiða

VANDAÐ FRAMHALDSNÁM

Áhersla verði lögð á að styrkja umgjörð og fjármögnun doktorsnáms og að námsframboð á meistarastigi verði eflt

FRAMÚRSKARANDI VÍSINDI

Stuðningur við rannsakendur verði efldur með bættu aðgengi að styrkjum og rannsókna­innviðum, sem og opnum og betri aðgangi að rannsóknagögnum og niðurstöðum

Góður vinnustaður

4

MARKMIÐ

  • Mannauður og starfsgleði
  • Innviðir rannsókna og kennslu
  • Farsælt háskólasvæði
  • Fjármál og rekstur

Starfsfólk og nemendur mynda framsækið og lifandi þekkingarsamfélag. Virðing og jafnrétti eru undirstaða þess að öll njóti sín. Breytingar tengdar upplýsingatækni hafa víðtæk áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar. Það þarf að nýta í þágu starfsfólks, nemenda og starfseminnar allrar. Háskóli Íslands tekur vel á móti fjölbreyttum hópi nýs starfsfólks og nemenda og skapar hvetjandi umhverfi með traustum rannsóknainnviðum og góðri aðstöðu til þróunar náms og kennslu. Uppbygging háskólasvæðisins, heilsusamlegt starfsumhverfi og vistvænar samgöngur stuðla að jöfnu aðgengi og samheldnu og sjálfbæru samfélagi.

Til að tryggja samkeppnisfærni Háskóla Íslands þarf að uppfylla væntingar starfsfólks og nemenda um nútímalegan og framsækinn vinnustað um leið og velferð og öryggi allra eru höfð í fyrirrúmi. Með það að markmiði mun skólinn gera áætlun sem styður við heilsu starfsfólks og nemenda og tryggir að stjórnun og skipulag styðji við velferð og starfsgleði. Góður starfsandi og uppbyggileg samskipti eru forsenda velferðar á vinnustað. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur bera sameiginlega ábyrgð á starfsumhverfinu sem byggir á trausti, virðingu, umburðarlyndi og jákvæðu viðmóti. Kynferðisleg áreitni, ofbeldi og einelti er ekki liðið við Háskóla Íslands.

Síðastliðin ár hefur verið unnið að mótun heildstæðrar sýnar fyrir háskólasvæðið sem styðst við algilda hönnun og með áherslu á vistvænar samgöngur. Á svipaðan hátt þurfa ferlar við nýráðningar að styðja við sjálfbærni og fjölbreytileika. Áhersla er lögð á að stjórnendur tryggi ávallt skilvirkan rekstur starfseminnar.

Öflugir rannsóknainnviðir og traust fjármögnun rannsóknaverkefna eru forsenda þess að Háskólinn sé leiðandi í rannsóknum á alþjóðavísu. Mikil tækifæri liggja í auknu þverfaglegu samstarfi í rannsóknum og í sameiginlegri uppbyggingu rannsóknainnviða. Þannig myndast sá slagkraftur sem nauðsynlegur er til að sækja fram og auka sókn í erlenda styrkjasjóði. Rekstur og nýting rannsóknainnviða þarf að vera tryggð með sýnileika innviðanna og opnu aðgengi. Einnig er mikilvægt að tryggja opinn aðgang að rannsóknagögnum og gæði rannsókna með því að styrkja ferla tengdum siðferði vísinda, leyfisveitingum og vistun rannsóknagagna.

Innviðir kennslu verða byggðir upp samhliða uppbyggingu rannsóknainnviða. Gerðar verða áætlanir um tækjakaup og aðbúnað kennslu sem styðja við gæði náms sem byggja á kennslufræðilegum grunni og styðja við virkni og mæta þörfum nemenda.

Lesa meira
Loka
SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

MANNAUÐUR OG STARFSGLEÐI

Stuðlað verði að hvetjandi starfsumhverfi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi, sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stjórnun verði efld með stuðningi, styrkari umgjörð, fræðslu og þjálfun

INNVIÐIR RANNSÓKNA OG KENNSLU

Rannsóknainnviðir, aðstaða og húsnæði styðji við markmið um framþróun rannsókna og kennslu, svo og þverfræðilegt starf og gæði í starfsemi skólans

FARSÆLT HÁSKÓLASVÆÐI

Heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins stuðli að jöfnu aðgengi og samheldnu þekkingarsamfélagi nemenda og starfsfólks af öllum fræðasviðum. Algild hönnun, vistvænar samgöngur og grænar tengingar verði í forgrunni

FJÁRMÁL OG REKSTUR

Fjármögnun, hagræði og skilvirkni í rekstri verði tryggð. Fjármögnun og launasetning endurspegli stefnu skólans

SKOÐA MARKMIÐ
FELA MARKMIÐ

MANNAUÐUR OG STARFSGLEÐI

Stuðlað verði að hvetjandi starfsumhverfi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi, sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stjórnun verði efld með stuðningi, styrkari umgjörð, fræðslu og þjálfun

INNVIÐIR RANNSÓKNA OG KENNSLU

Rannsóknainnviðir, aðstaða og húsnæði styðji við markmið um framþróun rannsókna og kennslu, svo og þverfræðilegt starf og gæði í starfsemi skólans

FARSÆLT HÁSKÓLASVÆÐI

Heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins stuðli að jöfnu aðgengi og samheldnu þekkingarsamfélagi nemenda og starfsfólks af öllum fræðasviðum. Algild hönnun, vistvænar samgöngur og grænar tengingar verði í forgrunni

FJÁRMÁL OG REKSTUR

Fjármögnun, hagræði og skilvirkni í rekstri verði tryggð. Fjármögnun og launasetning endurspegli stefnu skólans

Innleiðing

HÍ26

Markmiðin sem sett eru fram í HÍ26 vísa veginn í öllu starfi skólans. Mikilvægt er að starfsfólk og stjórnendur nýti þau við forgangsröðun verkefna og fjármuna. Við innleiðingu stefnunnar er lögð áhersla á skýra ábyrgð á þeim umbótaverkefnum sem ráðist verður í. Sameiginlegt stefnubókhald með mælikvörðum verður innleitt til að gefa á hverjum tíma raunsanna mynd af framvindu og árangri, ásamt því að stjórnendum verður veittur aukinn stuðningur við að innleiða stefnuna.

Umfangsmestu verkefnin sem stuðla að innleiðingu HÍ26 eru sett fram með tíu verkefnastofnum. Hver þeirra er formleg umgjörð um umbótaverkefni sem varða heildarhagsmuni skólans og geta varað í nokkur ár. Verkefnastofnarnir tíu snúa að öllum markmiðum HÍ26 og tilgreina forgangsverkefni næstu ára. Árlega verða gerðar áætlanir um innleiðingu hvers verkefnastofns. Vinnulagi sem lagt er til grundvallar við innleiðingu HÍ26 er nánar lýst í innleiðingaráætlun sem verður að finna á innri vef skólans.

Verkefnastofnar

OPNA ALLT
Loka öllu
Alþjóðlegt samstarf um kennslu
  • Fjölga sameiginlegum námsgráðum með erlendum háskólum og mat einfaldað á þreyttum einingum
  • Aukið samstarf í kennslu við aðra Aurora-háskóla, sérstaklega á sviði sjálfbærni, stafræns samfélags og borgaravitundar, heilsu og margbreytileika
  • Þróa pakka alþjóðlegra námskeiða fyrir íslenska og erlenda nemendur til að auðvelda flæði nemenda og fræðafólks
  • Auka samþættingu upplýsingakerfa er tengjast námi og kennslu við aðra Aurora-háskóla
Mannauður, vinnustaðamenning og þróun stjórnunar
  • Bæta starfsumhverfi, gera umgjörð um störf skýrari og framkvæma áhættumat starfa
  • Efla og auka stuðning við stjórnendur og skýra hlutverk og ábyrgð
  • Stuðla að aukinni fjölbreytni starfsmannahópsins við nýráðningar og bæta móttöku nýliða
  • Móta heildstæða sýn um ráðningar og starfsumgjörð starfsfólks sem ráðið er þvert á starfseiningar
  • Launasetningarkerfi endurspegli framtíðarsýn skólans
Notendamiðuð þjónusta og stafræn umbylting stjórnsýslu
  • Hindrunum við þverfaglegt nám rutt úr vegi
  • Innri samskiptaáætlun og mælaborð stjórnenda innleidd
  • Notendamiðuð hönnun nýtt til að þróa stafræna þjónustu fyrir nemendur og starfsfólk
  • Þjónusta byggi á skilvirkri sjálfsafgreiðslu og á persónulegri þjónustu á þjónustuborði
  • Þjónusta efld við starfsfólk og nemendur sem hafa ekki íslensku sem fyrsta mál á innri vef og með upplýsingafundum á ensku
Samfélagsleg nýsköpun, framfarir og starfshæfni nemenda
  • Auka samlegð Nýsköpunarseturs Vísindagarða, Tengslatorgs og starfsþjálfunar HÍ
  • Þverfagleg námskeið í frumkvöðlafræðum og samfélagslegri nýsköpun í boði fyrir nemendur og kennara
  • Efla íslenskuna í heimi breytinga, m.a. með þróun máltækni
  • Styrkja nýsköpunarmenningu og stuðning við hagnýtingu rannsókna
  • Stofna samráðsvettvang tengdan nýsköpun og samfélagslegum áhrifum
  • Auka samstarf við önnur skólastig um nýsköpun og vísindi
Samstarf við samfélag og margvíslegar leiðir til miðlunar
  • Kortlagning og áætlun gerð um miðlun og samstarf við helstu hagsmunahópa til að sporna við falsfréttum, auka traust á vísindum og gera áhrif vísinda á samfélagið sýnilegri. Áhersla á að fjölga milliliðalausum leiðum til samtals og að samræmt kynningarefni stuðli að ímynd skólans sem opnum og þverfræðilegum
  • Aukinn stuðningur við samstarf akademískra við stofnanir og starf sem undirbyggir opinbera stefnumótun
  • Gera rannsóknastarf sýnilegra alþjóðlegu vísindasamfélagi með áherslu á enskan vef skólans
  • Verkefnið Sprettur þróað sem vettvangur margbreytilegs samstarfs við fólk af erlendum uppruna og stofnanir tengdar málefnum innflytjenda
  • Kortlagning á samstarfi við samfélög utan höfuðborgarsvæðisins og tillögur gerðar um þróun þess
Sjálfbærniáherslur í kennslu, rannsóknum og rekstri skólans
  • Auka meðvitund og skilning á sjálfbærni með kynningum, vinnustofum og mælaborðum yfir sjálfbærniáherslur í rannsóknum og kennslu
  • Áhersla á sjálfbærni í námi með fjölgun námskeiða og stuðningi við kennara. Námsleiðir og námskeið tengd sjálfbærni verði í boði fyrir nemendur á öllum fræðasviðum
  • Unnið að kolefnishlutleysi skólans með kortlagningu losunar og mótvægisaðgerðum
  • Metið hvort auka megi áherslu á sjálfbærni og þverfagleika við úthlutun úr samkeppnisjóðum skólans
Styrkjasókn, nýliðun í vísindum, opin vísindi og siðferði vísinda
  • Efla stuðning við rannsakendur til þess að sækja fram í erlendri styrkjasókn, m.a. með verkefnastofum miðlægt og á fræðasviðum
  • Endurskoða ferli við ráðningar nýliða í vísindum, m.a. viðmið um reynslu erlendis frá, og styrkja móttöku þeirra
  • Háskólinn móti sér skýra sýn um opin vísindi sem styður við þverfræðilegt starf og aukin áhrif rannsókna
  • Heildstæð sýn mótuð í siðferði vísinda og ferlar styrktir vegna leyfisveitinga rannsókna með aukinni skráningu, stuðningi og eftirfylgni
  • Auka sýnileika rannsókna innan skólans til þess að styðja við rannsóknasamstarf þvert á fræðasvið og deildir
Umgjörð, fjármögnun og gæði meistara- og doktorsnáms
  • Gera úttekt á stöðu meistaranáms, ráðast í úrbætur byggt á henni og treysta valdar námsleiðir. Efla samstarf Miðstöðvar framhaldsnáms við deildir við uppbyggingu meistaranámsins
  • Stuðla að jafnvægi í inntöku nýrra doktorsnema og brautskráningum með bættum stuðningi við framvindu námsins og hlúa að samskiptum nemenda og leiðbeinenda
  • Fjölga styrkjum sem veittir eru samhliða inntöku í doktorsnám eða veittir til fjögurra ára
  • Auka hreyfanleika doktors­nema og þverfræðilegt og alþjóðlegt samstarf í doktors­námi, m.a. í gegnum samstarfsnet við aðra háskóla
Uppbygging rannsókna- og kennsluinnviða og þróun háskólasvæðisins í heild
  • Auka samstarf innan og utan Háskólans um rannsóknainnviði, m.a. með skráningu rannsóknainnviða
  • Fjármögnun rannsóknainnviða tryggð með hliðsjón af áætlun um rekstur þeirra og hagrætt í innkaupum á rannsóknarrekstrarvörum
  • Árlega gerð áætlun um uppbyggingu kennsluaðstöðu og tækja á öllum fræðasviðum, byggt á kennslufræðilegri sýn
  • Uppbygging háskólasvæðisins verði með áherslu á algilda hönnun, samheldið háskólasamfélag og sjálfbæra starfsemi. Áhersla lögð á að ljúka húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs, ljúka flutningi Menntavísindasviðs og byggja nýtt húsnæði fyrir Verkfræði- og náttúruvísindasvið
  • Efla þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum um rannsóknainnviði
Upplýsingatækni í kennslu, námsframboð og fjölbreytileiki nemendahópsins
  • Aukinn stuðningur við kennara um notkun upplýsingatækni í kennslu og styrkir veittir til deilda til að þróa námsleiðir í fjarnámi og opin netnámskeið
  • Tækifæri kennara til að þróa eigin kennslu aukin og möguleikar á akademískum kennslustöðum metnir
  • Tryggja sífellda endurskoðun námsframboðs til að mæta þörfum nemenda og atvinnulífs og heildstæð sýn mótuð á þróun og framboð sí- og endurmenntunar
  • Aukinn stuðningur við nemendur af erlendum uppruna og aðgerðir til að auka fjölbreytileika nemendahópsins

Mælikvarðar

OPINN OG
ALÞJÓÐLEGUR

  • Ritrýndar birtingar í erlendu samstarfi
  • Nemendur sem taka hluta náms við erlenda háskóla
  • Einkaleyfi, nytjaleyfi og sprotafyrirtæki
  • Mat útskrifaðra nemenda á undirbúningi þeirra fyrir starf

SJÁLFBÆRNI OG FJÖLBREYTILEIKI

  • Framlag kennslu og rannsókna til heimsmarkmiða skv. alþjóðlegum mælikvörðum
  • Kolefnisfótspor vegna samgöngumáta og starfsemi
  • Kynjahlutfall meðal nemenda eftir deildum og hlutfall innflytjenda af nemendahópnum
  • Ritrýndar birtingar með atvinnulífi
  • Samstarf við opinberar stofnanir og framkoma fræðafólks á innlendum vettvangi

AFL Á
GRUNNI GÆÐA

  • Ánægja starfsfólks með þjónustu skólans
  • Námsánægja á öllum námsstigum
  • Brautskráningarhlutfall
  • Traust almennings til Háskóla Íslands
  • Einkunn Gæðaráðs íslenskra háskóla
  • Staða skólans á alþjóðlegum matslistum

GÓÐUR
VINNUSTAÐUR

  • Ánægja í starfi
  • Álag og streita í starfi
  • Kynbundinn munur á launum og eftir starfsheitum
  • Ánægja starfsfólks með stuðning við rannsóknir
  • Opinber framlög og sjálfsaflafé í samanburði við háskóla á Norðurlöndum